Skip to main content
30. júní 2016

Vorhefti TVE er komið út

""

Vorhefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál kom út þriðjudaginn 28. júní. Við sama tækifæri var nýr vefur tímaritsins vígður, www.efnahagsmal.is.

TVE er nú sett upp í Open Journal Systems (OJS) ritstjórnar- og dreifingarkerfi sem Háskóli Íslands rekur og kemur bæði út á íslensku og ensku, en enska heitið er Research in applied business and economics.

Til að byrja með verða greinar tímaritsins aðgengilegar á Google Scholar en síðar verður sótt um aðgengi að öðrum erlendum gagnagrunnum.   

Í júníhefti veftímaritsins, 1. tbl., 13. árg. 2016, eru fjórar ritrýndar greinar sem fjalla um ólík málefni, en þau eru atvinnuleysi, grænt rafmagn, innleiðing rafrænna skjalastjórnunarkerfa og vextir og gengismál. Höfundar eru fræðimenn úr háskólasamfélaginu, sem og sérfræðingar úr opinberri stjórnsýslu og atvinnulífinu.

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hélt erindi um grein sem hann skrifaði í tímaritið ásamt Magneu Davíðsdóttur, skjalastjóra hjá Símanum, og Jóhönnu Gunnlaugsdóttur, prófessors við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.

Greinin ber yfirskriftina „Innleiðing rafrænna skjalastjórnunarkerfa samkvæmt átta þrepum Kotters; viðhorf íslenskra skjalastjóra“.

Tímarit um viðskipti og efnahagsmál er gefið út af Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanka Íslands. Því er fyrst og fremst ætlað að vera vettvangur fyrir fræðilegar ritgerðir og umræðu í viðskipta- og hagfræði.

Gylfi Zoega býður gesti velkomna
Lára Jóhannsdóttir
Nýr vefur kynntur
Boðsgestir
Gestir útgáfuhófsins
Gylfi Dalmann var með erindi
Gylfi Zoega býður gesti velkomna
Lára Jóhannsdóttir
Nýr vefur kynntur
Boðsgestir
Gestir útgáfuhófsins
Gylfi Dalmann var með erindi