Skip to main content
3. júní 2015

VoN stýrir verkefni um þróun snjallmerkimiða

""

Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði-, og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands stýrir nýju þriggja ára verkefni sem nefnist „Smart-Fish“ og snýr að hönnun og prófun á svonefndum „smart-labels“ sem gæti útlagst sem snjallmerkimiðar. 

Verkefnið er stutt af Northern Periphery and Arctic Programme (NPA). Markmið Smart-Fish er að þróa einfaldan og ódýran búnað sem gerir kleift að fylgjast með ferskum hágæðafiskafurðum og öðrum vörum sem þurfa oft að ferðast um flókið net flutningakerfa áður en þær ná til neytenda.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Prinlab og Háskólann í Oulu í Finnlandi sem hafa þróað tækni til að prenta hitanema, rafhlöður og annan búnað á merkimiða, Nofima í Noregi, sem mun sjá um að meta ferskleika og endingartíma afurða við mismunandi hitasveiflur, og Ardtoe í Skotlandi sem sér um neytendakannanir.

Þá tekur stór hópur fyrirtækja í öllum fjórum löndunum þátt í verkefninu.

Aðstandendur verkefnisins á Íslandi á dögunum.
Aðstandendur verkefnisins á Íslandi á dögunum.