Skip to main content
20. janúar 2015

Vikulegir pistlar um stjórnarhætti

Þann 10. mars næstkomandi verður ráðstefnan Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum haldin í annað sinn í Hátíðasal Háskóla Íslands. Það eru Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sem standa fyrir henni, en í aðdraganda ráðstefnunnar verður „hitað upp“ með vikulegum pistlum á heimasíðu rannsóknarmiðstöðvarinnar, stjornarhaettir.is.

Góður hópur af fólki sem vinnur við góða stjórnarhætti, annaðhvort við rannsóknir eða ráðgjöf og greiningu, hefur verið fenginn til að skrifa þessa pistla.

Sá fyrsti birtist á dögunum og er eftir þær Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur hdl. og Kristínu Edwald hrl. á Lex lögmannsstofu. Titill pistilsins er „Aukin og árangursríkari áhættustýring“.

Næsti pistill mun birtast innan skamms en það er Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, sem skrifar hann.

Áhugsamir eru hvattir til að fylgjast með inni á stjornarhaettir.is.

Fulltrúar fyrirtækja sem fengu viðurkenningu á síðasta ári.
Fulltrúar fyrirtækja sem fengu viðurkenningu á síðasta ári.