Skip to main content
2. maí 2016

Viðurkenndir stjórnarmenn útskrifaðir

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands útskrifaði viðurkennda stjórnarmenn þann 29. apríl síðastliðinn í Kauphöll Íslands, Nasdaq Iceland.

Þetta er í annað sinn sem útskrifað er úr áfanganum Góðir stjórnarhættir – Viðurkenndir stjórnarmenn. Nítján manns útskrifuðust að þessu sinni en viðurkenndir stjórnarmenn eru þá orðnir hátt í fjörutíu talsins. Námslínan byggist á samstarfi sérfræðinga úr atvinnulífinu og akademíunni en hátt í tuttugu leiðbeinendur koma að verkefninu.

Markmið Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti með náminu er að efla góða stjórnarhætti á Íslandi með því að mennta stjórnarmenn framtíðarinnar.

Forstöðumaður námsins Góðir stjórnarhættir – Viðurkenndir stjórnarmenn og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti er dr. Eyþór Ívar Jónsson.

Útskriftin fór fram í Kauphöll Íslands
Útskriftin fór fram í Kauphöll Íslands