Skip to main content
22. apríl 2015

Vel heppnað málþing Félags- og mannvísindadeildar

Félags- og mannvísindadeild hélt sitt árlega málþing föstudaginn 10. apríl sl. Háskóli Íslands leggur mikla áherslu á jafnrétti og hefur nýverið samþykkt metnaðarfulla jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun til næstu ára og því var yfirskrift málþingsins: Er ójöfnuður í háskólasamfélaginu?

 Á málþingingu var leitast við að svara eftirfarandi spurningum.
 
Hefur háskólanum tekist að framfylgja stefnu sem einkennist af jafnræði milli ólíkra sviða og deilda skólans?
Hvers vegna eru ólíkir reiknistuðlar í skólanum?
Hvers vegna er kennsla í hug- og félagsvísindum í lægri reikniflokki en kennsla í öðrum sviðum skólans?
Er sams konar kennsla og námsmat umbunað með ólíkum hætti milli sviða og deilda skólans?
Ástundar skólinn jafnrétti í raun? Er ójöfnuður í háskólasamfélaginu?

Snæfríður Þóra Egilson, prófessor í fötlunarfræði, og Stefán Hrafn Jónsson, dósent í félagsfræði, héldu stutt erindi um málefnið og kennslu sína og lýstu m.a. hvernig námsmati er háttað og greiðslum fyrir það.

Kennarar úr öðrum námsbrautum Félags- og mannvísindadeildar tóku þátt í pallborði.

Að mati deildarforseta tókst málþingið vel og var fjölsótt. Tveir frambjóðendur til rektors mættu í upphafi og fjöldi annarra úr öðrum deildum og af sviðum skólans.

Félags- og mannvísindadeild hélt sitt árlega málþing föstudaginn 10. apríl sl.
Félags- og mannvísindadeild hélt sitt árlega málþing föstudaginn 10. apríl sl.