Skip to main content
17. nóvember 2016

Upplýsingafræðin 60 ára - ráðstefna

""

Í tilefni af því að námsbraut í upplýsingafræði verður 60 ára háskólaárið 2016-2017 var haldin ráðstefna í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu föstudaginn 18. nóv. kl. 9:00-17:00.

Á ráðstefnunni héldu kennarar og doktorsnemar í upplýsingafræði erindi um rannsóknir sínar. Einnig kynntu meistaranemar sem útskrifuðust árin 2015 og 2016 lokarannsóknir sínar.

Opnunarerindið var í höndum Sigurbjargar Jóhannesdóttur doktorsnema, en titill erindis hennar var „Opinn aðgangur að vísindaefni.“

Sífellt aukast kröfur um að vísindaefni sem styrkt er af opinberum stofnunum sé birt í opnum aðgangi, en í Bandaríkjunum og víðar hafa farið fram undirskriftarsafnanir á meðal almennings til að krefjast þess. Það er því augljóst að opinn aðgangur skiptir miklu máli fyrir samfélagið.

Í fyrirlestri sínum fjallaði Sigurbjörg um opinn aðgang að útgefnum vísindagreinum og rannsóknargögnum, hvað það þýðir þegar vísindaefni er í opnum aðgangi og hvers vegna það skiptir máli fyrir almenning.

Sigurbjörg fór einnig yfir stöðuna á Íslandi og þá skoðun íslenskra vísindamanna að þeir standi frammi fyrir vissum hindrunum þegar kemur að birtingu á vísindaefni í opnum aðgangi.  

Veggspjaldasýning:

Doktorsnemar í upplýsingafræði kynntu jafnframt rannsóknir sínar á veggspjaldasýningu fyrir framan fyrirlestrarsalinn.

Dagskrána má skoða í viðburðadagatali: Námsbraut í Upplýsingafræði 60 ári.

Þjóðarbókhlaða
Þjóðarbókhlaða