Skip to main content
19. desember 2016

Ungir vísindamenn hljóta styrk

Tíu ungir vísindamenn hlutu nýverið styrk til klínískra rannsókna úr Vísindasjóði Landspítala. Styrkirnir voru afhentir í Hringsal Landspítala þann 15. desember 2016. Hver styrkur nemur einni milljón króna. Á meðal styrkþega og meðumsækjanda eru fjöldi vísindamanna við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. 

Styrkþegar:

Andri Leó Lemarquis læknir, ónæmisfræðideild, rannsóknarsvið.  

Meðumsækjandi: Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor og yfirlæknir 

Rannsókn: Sértækir gallar í B frumuþroskun IgA skort – leit að einstaklingsmiðaðri meðferð sjálfsónæmissjúkdóma hjá einstaklingum með ónæmisgalla.

Aðrir samstarfsmenn: Ingileif Jónsdóttir, deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma, prófessor, PhD, Landspitali / Íslensk erfðagreining, ónæmisfræðideild, Lennart Hammarström prófessor, yfirlæknir, Ph.D Karolinska University, Stokkhólmur, Svíþjóð, Helga Kristín Einarsdóttir náttúrufræðingur, Ph.D., ónæmisfræðideild, Landspítali, René Toes Associate, Professor, Head of the laboratory of Rheumatology, Yoann Rombouts Ph.D. 

Áróra Rós Ingadóttir næringarfræðingur, skurðlækningasvið. 

Meðumsækjandi: Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri. 

Rannsókn: Áhrif næringardrykkja í samanburði við orku- og próteinríkar millimátíðir á lífsgæði, líkamsþyngd og hreyfifærni hjá sjúklingum með langvinna lungnaþembu: slembidreifð íhlutunarrannsókn. 

Aðrir samstarfsmenn: Ingibjörg Gunnarsdóttir, PhD, deildarstjóri / prófessor, næringarstofa og rannsóknarstofa í næringarfræði við LSH og HÍ, Þórarinn Gíslason, PhD, yfirlæknir / prófessor, lungnadeild, LSH, Alfons Ramel, PhD, næringarfræðingur / vísindamaður, næringarstofa, skurðlækningasvið LSH og rannsóknarstofa í næringarfræði við LSH og HÍ, Ólöf Guðný Geirsdóttir, PhD næringarfræðingur / lektor, matvæla- og næringarfræðadeild, HÍ, Christine Baldwin, PhD, næringarfræðingur / vísindamaður, King's College, London, Bretland, Anne Marie Beck, PhD, næringarfræðingur / vísindamaður, Herlev University Hospital, Danmörk

Berglind Hálfdánsdóttir ljósmóðir, kvenna- og barnasvið.  

Meðumsækjandi: Helga Gottfreðsdóttir ljósmóðir

Rannsókn: Heilsufars- og áhættuflokkun og útkoma fæðinga á þverfræðilegri fæðingardeild á Íslandi 

Aðrir samstarfsmenn: Anna Sigríður Vernharðsdóttir yfirljósmóðir, BSc, Cand.Obst., MSc, fæðingarvakt 23B, Landspítali. Hulda Hjartardóttir fæðingarlæknir, MD, MSc, kvenna- og barnasvið Landspítala

Helga Kristín Einarsdóttir náttúrufræðingur ónæmisfræðideild, rannsóknarsvið. 

Meðumsækjandi: Jón Þór Bergþórsson náttúrufræðingur 

Rannsókn: Hlutverk TLR viðtaka í afbrigðilegri B-eitilfrumusvörun í íslenskum fjölskyldum með ættlæga einstofna mótefnahækkun 

Aðrir samstarfsmenn: Helga M. Ögmundsdóttir, MD-PhD, prófessor við læknadeild HÍ, Vilhelmína Haraldsdóttir, MD, sérfræðingur í lyflækningum og blóðsjúkdómum, lyflækningasviði LSH, Hlíf Steingrímsdóttir, MD, framkvæmdastjóri, lyflækningasviði LSH

Helga María Grétarsdóttir læknir, flæðisvið. 

Meðumsækjandi: Runólfur Pálsson yfirlæknir 

Rannsókn: Algengi og framrás arfgengs blöðrunýrnasjúkdóms með ríkjandi erfðamáta 

Aðrir samstarfsmenn: Ólafur Skúli Indriðason, sérfræðilæknir, nýrnalækningaeining, LSH

Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir læknir, lyflækningasvið.

Meðumsækjandi: Viðar Örn Eðvarðsson sérfræðilæknir 

Rannsókn: Faraldsfræði, birtingarmynd og afdrif sjúklinga með APRT-skort 

Aðrir samstarfsmenn: Viðar Örn Eðvarðsson læknir, Ólafur Skúli Indriðason, sérfræðingur í nýrnalækningum og líftölfræði á Landspítala, Dawn S. Milliner, MD, Mayo Clinic Div. Nephrology and Hypertension, Professor of Pediatrics and Internal Medicine, Medical Director of the Hyperoxaluria Center, Patrick Sulem læknir, MPhil, Head of Clinical Sequencing hjá Íslenskri erfðagreiningu 

Samstarfslæknar/-aðilar á Mayo Clinic, Rochester, Minnesota og New York University, New York

Jóhann Páll Hreinsson læknir, lyflækningasvið og flæðisvið. 

Meðumsækjandi: Einar S. Björnsson yfirlæknir 

Rannsókn: Spálíkan sem segir til um hvaða sjúklinga sem koma á bráðamóttöku með bráða blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar er óhætt að útskrifa heim: Framsýn gildingarrannsókn

Kristinn Kristinsson eðlisfræðingur, lyflækningasvið

Meðumsækjandi: Garðar Mýrdal, eðlisfræðingur og forstöðumaður geislaeðlisfræðideildar 

Rannsókn: Notkun á líkindalíkönum til að meta líkur á aukaverkunum út frá geisladreifingu við geislameðferð á blöðruhálskirtilskrabbameini 

Aðrir samstarfsmenn: Jón Hrafnkelsson, sérfræðingur á geislameðferð krabbameinslækninga, Landspítala

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir sálfræðingur, geðsvið. 

Meðumsækjandi: Engilbert Sigurðsson yfirlæknir - prófessor í geðlæknisfræði við HÍ 

Rannsókn: Vitrænt mat og endurhæfing ungs fólks eftir geðrof 

Aðrir samstarfsmenn: Brynja B. Magnúsdóttir, PhD, lektor við Háskólann í Reykjavík, sálfræðingur á geðsviði LSH, Berglind Guðmundsdóttir, PhD, dósent við Háskóla Íslands, yfirsálfræðingur á geðsviði LSH, David Roberts, PhD, lektor við The University of Texas Health Science Center at San Antonio Elisabeth Twamley, PhD, prófessor við University of California, Nanna Briem, yfirlæknir á endurhæfingardeild Laugarási við geðsvið LSH

Þórir Einarsson Long læknir, lyflækningasvið. 

Meðumsækjandi: Ólafur Skúli Indriðason sérfræðilæknir 

Rannsókn: Vægur bráður nýrnaskaði í kjölfar skurðaðgerðar: Nýgengi og afdrif sjúklinga 

Aðrir samstarfsmenn: Martin Ingi Sigurðsson M.D., Ph.D., sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði, Duke University Hospital, Durham, USA, Tómas Guðbjartsson M.D., Ph.D., prófessor við Háskóla Íslands /Yfirlæknir í skurðlæknisfræði, Landspítala, Gísli Heimir Sigurðsson M.D., Ph.D., prófessor við Háskóla Íslands / yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði, Landspítala. Runólfur Pálsson, M.D., prófessor við Háskóla Íslands /yfirlæknir á nýrnalækningaeiningu Landspítala, Daði Helgason M.D., doktorsnemi við Háskóla Íslands / sérnámslæknir á lyflækningasviði Landspítala, Sólveig

Helgadóttir M.D., doktorsnemi við Háskóla Íslands/ sérnámslæknir í svæfinga-  og gjörgæslulæknisfræði, Uppsala Universitet