Skip to main content
29. ágúst 2016

Tillögur HÍ um nám í lögreglufræðum á háskólastigi

""

Háskóli Íslands sendi í sumar inn tilboð um að taka að sér lögreglunám á háskólastigi í nánu samstarfi við Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu (MSSL) og Keili.  

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði matsnefnd til að fara yfir umsóknirnar og komst hún að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands væri hæfastur til að taka við kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Í stigamati á umsækjendum hlaut Háskóli Íslands 128 stig af 135 mögulegum, Háskólinn á Akureyri 116 stig og Háskólinn í Reykjavík 110 stig. Eins og kunnugt er ákvað mennta- og menningarmálaráðherra að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri.

Í tillögu Háskóla Íslands var gert ráð fyrir því að lögreglufræði yrði kennd í sérstakri námsbraut í Lagadeild en verklegi þátturinn yrði að stærstum hluta kenndur á vettvangi Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ, en þar er að finna fyrirmyndaraðstæður til slíkrar kennslu og er hún að hluta notuð nú þegar við verklega þjálfun lögreglumanna.

Háskóli Íslands óskar Háskólanum á Akureyri til hamingju með hið nýja lögreglufræðinám. 

Í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um málið er greinargerð Háskóla Íslands ásamt fylgibréfi rektors birt hér að neðan. 

Greinargerð um nám í lögreglufræðum

Bréf rektors Háskóla Íslands til Ríkiskaupa

Aðalbygging Háskóla Íslands
Aðalbygging Háskóla Íslands