Skip to main content
4. júlí 2016

Þrír nýir deildarforsetar á Félagsvísindasviði

""

Endurnýjun varð í stjórn Félagsvísindasviðs þann 1. júlí sl. þegar þrír nýir deildarforsetar tóku sæti í stjórninni.
Forseti sviðsins er Daði Már Kristófersson en auk hans sitja í stjórn sex deildarforsetar á sviðinu.

Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og náttúruauðlindarétti, verður nýr forseti Lagadeildar. Aðalheiður er einn helsti sérfræðingur landsins á sviði umhverfis- og náttúruauðlindaréttar og hefur verið mjög virk í rannsóknum á sínu sérsviði.

Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor í stjórnun, verður nýr forseti Viðskiptafræðideildar. Hann hefur verið virkur í rannsóknum á íslenskum fyrirtækjum varðandi stjórnun, starfsmannamál og útvistun og á að baki langan starfsferil við kennslu í viðskiptafræði.

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf, verður nýr forseti Félags- og mannvísindadeildar. Guðbjörg hefur byggt upp menntun náms- og starfsráðgjafa frá grunni og hefur starfað með rannsakendum í fremstu röð á alþjóðavísu. Rannsóknir hennar hafa beinst að áhrifaþáttum náms- og starfsvals, að hæfni til aðlögunar á starfsferli, að mati á árangri fræðslu og ráðgjafar og að greiningu á því sem fer fram í frásagnarráðgjöf. Árið 2006 var Guðbjörg heiðruð af bandarísku náms- og starfsráðgjafarsamtökunum (National Career Development Association) fyrir framlag sitt til náms- og starfsráðgjafar (NCDA International Award).

 

Frá vinstri: Aðalheiður Jóhannsdóttir, nýr forseti Lagadeildar, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, nýr forseti Félags- og mannvísindadeildar, Ingi Rúnar Eðvarðsson, nýr forseti Viðskiptafræðideildar, og Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs.
Daði Már Kristófersson, Ingi Rúnar Eðvarðsson, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir og Aðalheiður Jóhannsdóttir.
Frá vinstri: Aðalheiður Jóhannsdóttir, nýr forseti Lagadeildar, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, nýr forseti Félags- og mannvísindadeildar, Ingi Rúnar Eðvarðsson, nýr forseti Viðskiptafræðideildar, og Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs.
Daði Már Kristófersson, Ingi Rúnar Eðvarðsson, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir og Aðalheiður Jóhannsdóttir.