Skip to main content
10. október 2016

Thorvald Moe fór yfir stöðu efnahagsmála í heiminum

Á dögunum kom Thorvald Grung Moe til Íslands á leið sinni á ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Bandaríkjunum. Moe starfar sem sérstakur ráðgjafi um fjármálastöðugleika hjá Norska seðlabankanum en hefur einnig starfað m.a. sem ráðgjafi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Í tengslum við fundinn bauð Ásgeir Brynjar Torfason honum fyrir hönd Viðskiptafræðideildar til að halda erindi á hádegisfundi deildarinnar sem hann þáði. Erindið bar yfirskriftina Slower Growth and Greater Inequality – which policies will work?:A birds eye view on the world economy based on recent reports from IMF, OECD and UNCTAD

Á fundinum fór Moe yfir helstu atriði í nýlegum skýrslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála í heiminum, en um er að ræða skýrslurnar World Economic Outlook og Global Financial Stability Report.

Á þessum hlekk eru glærurnar sem Moe fór yfir á fundinum: Slower Growth and Greater Inequality.

Thorvald Grung Moe og Ásgeir Brynjar Torfason
Thorvald Grung Moe og Ásgeir Brynjar Torfason