Skip to main content
18. nóvember 2015

Stefna um eflingu dómgreindar og gagnrýninnar hugsunar

Sagnfræði- og heimspekideild hefur, fyrst deilda Háskóla Íslands, sett sér stefnu um eflingu siðferðilegra dómgreindar og þjálfun í gagnrýninni hugsun. Kveðið er á um það í stefnu háskólans fyrir árin 2011-2016 að öll fræðasvið og deildir skuli setja sér markmið og skilgreina leiðir til að flétta saman siðfræði og faglegt nám, efla siðferðilega dómgreind og þjálfa gagnrýna hugsun.

Samkvæmt hinni nýju stefnu Sagnfræði- og heimspekideildar skal þess m.a. gætt að hæfniviðmið námskeiða í grunnnámi taki mið af henni og að kennarar hafi samráð um hvaða námskeið séu best fallin til kennslu og þjálfun einstakra þátta hennar.

Sagnfræði- og heimspekideild leitast við að vera í fararbroddi innan Háskóla Íslands þegar kemur að samþættingu siðfræði og faglegs náms og þjálfun í gagnrýninni hugsun, enda býr deildin að langri reynslu af kennslu heimspekilegra forspjallsvísinda við skólann og þeirrar þekkingar sem kennarar deildarinnar hafa viðað að sér í gegnum árin.

Hér er hægt að lesa stefnuna.

Aðalbygging Háskóla Íslands
Aðalbygging Háskóla Íslands