Skip to main content
8. apríl 2024

Sex umsóknir um starf forseta Heilbrigðsvísindasviðs

Sex umsóknir um starf forseta Heilbrigðsvísindasviðs - á vefsíðu Háskóla Íslands

Starf forseta Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands var nýverið auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 3. apríl sl. Alls bárust sex umsóknir um starfið.

Forseti Heilbrigðisvísindasviðs er ráðinn af rektor til fimm ára. Hann starfar í umboði rektors, er yfirmaður fræðasviðsins, stýrir daglegri starfsemi og er akademískur leiðtogi þess. Samkvæmt reglum Háskóla Íslands skipar rektor sérstaka nefnd til að undirbúa ákvörðun um ráðningu forseta fræðasviðs og tekur nefndin til starfa á næstu dögum.  

Þau sem sóttu um starfið eru: 

  • Audra Lewis, Program Manager við Texas Health Harris Methodist Hospital Fort Worth, BNA
  • Brynjar Karlsson, forseti Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs HA
  • Hákon Hrafn Sigurðsson, prófessor við Lyfjafræðideild HÍ
  • Pau Pons, First Waiter at Events, Spáni
  • Pétur Henry Petersen, prófessor við Læknadeild HÍ
  • Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild HÍ
Læknagarður