Skip to main content
16. nóvember 2016

Setja á fót ráðgjafaráð fyrir námsbraut í tölvunarfræði

""

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands hefur skipað ráðgjafaráð fyrir námsbraut í tölvunarfræði sem hefur það að markmiði að efla tengsl brautarinnar  við atvinnulífið. Ætlunin að leita góðra ráða meðal reynds hóps úr upplýsingatæknigeiranum um það hvernig skipuleggja má nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands þannig að útskrifaðir nemendur séu vel undirbúnir fyrir störf á vinnumarkaði. 

Í nýja ráðinu sitja:

Berglind Ósk Bergsdóttir, Kolibri

Berglind Rós Guðmundsdóttir, Meniga

Garðar Þorvarðsson, framkvæmdastjóri, Kvikna

Daði Kárason, forstöðumaður þróunar, LS Retail 

Guðmundur Andri Hjálmarsson, Reiknistofu bankanna 

Sigrún Eva Ármannsdóttir, forstöðumaður veflausnasviðs, Advania 

Þau eru öll tölvunarfræðingar nema Garðar sem er með BS- og meistarapróf í stærðfræði. Berglind Ósk, sem er með BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands, var áður hjá Plain Vanilla og Gogoyoko og Berglind Rós, sem einnig státar af BS-gráðu í sömu grein frá skólanum, hefur áður starfað hjá CCP og Hugviti. Auk þess að hafa BS-próf í tölvunarfræði er Daði með CS-próf í vélaverkfræði og MS-próf í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands. Guðmundur Andri státar af BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands auk BS-prófs í tölvunarfræði og doktorsgráðu í heimspeki frá St. Andrews University. Sigrún Eva er með MS-próf í tölvunarfræði frá Herriot-Watt University í Edinborg og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún var áður framkvæmdastjóri Eskils og forstöðumaður hjá HugiAx.

Ráðið kom saman til síns fyrsta fundar í gær og hyggst funda aftur fljótlega en ætlunin er að hópurinn hittist svo aftur að ári liðnu. 

Af hálfu Háskóla Íslands munu þrír kennarar námsbrautar í tölvunarfræði funda með ráðgjafaráðinu, þau:

Ebba Þóra Hvannberg, prófessor

Páll Melsted, dósent og formaður námsbrautar, sem stýrir fundum

Kristján Jónasson, prófessor og deildarforseti, sem er ritari hópsins

Ráðgjafaráð í tölvunvarfræði
Ráðgjafaráð í tölvunvarfræði