Skip to main content
1. desember 2016

Ríkisútgjöld fé án hirðis eða hvað!

""

Ráðstefna um reikningsskil og endurskoðun á vegum meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun við Háskóla Íslands var haldin í Lögbergi 30. nóvember.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru Einar Guðbjartsson, dósent og forstöðumaður meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun, Sveinn Arason ríkisendurskoðandi, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands.

Við þetta tilefni voru veittar fjórar viðurkenningar fyrir frábæran námsárangur við útskrift 2016 úr meistaranámi i reikningsskilum og endurskoðun. Viðurkenningarnar voru veittar á vegum Viðskiptafræðideildar og Félags löggiltra endurskoðenda.

Viðurkenningarnar hlutu:

Gunnur Melkorka Helgadóttir sem var með hæstu einkunn, 8,43, og hlaut hún 100.000 kr. í verðlaun.

Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson sem var með næsthæstu einkunn, 8,27, og hlaut hann 50.000 kr.

Þriðju hæstu einkunn náðu þau Brynjar Stefánsson og Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir, bæði með 8,23, og fengu þau 50.000 kr. hvort.

Brynjar Stefánsson, Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson, Gunnur Melkorka Helgadóttir, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir, Margrét Pétursdóttir formaður FLE, Ingi Rúnar Eðvarðsson deildarforseti Viðskiptafræðideildar og Einar Guðbjartsson dósent og forstöðumaður meistaranámsins
Einar Guðbjartsson, dósent og forstöðumaður meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður
Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi
Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands
""