Skip to main content
10. nóvember 2015

Rannveig tilnefnd til Hvatningarverðlauna ÖBÍ

Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði, hefur verið tilnefnd til Hvatningarverðlauna Öryrkjabandalags Íslands 2015. Rannveig er tilnefnd fyrir þátt sinn í að breyta hugarfari almennings til fatlaðs fólks. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á þeim sem hafa stuðlað að einu samfélagi fyrir alla.

Hvatningarverðlaunin eru nú afhent í níunda sinn og verða veitt í þrem flokkum: flokki einstaklinga, fyrirtækja/stofnana og umfjöllunar/kynningar. Þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki og ein verðlaun verða veitt í hverjum þeirra. Rannveig er tilnefnd í flokki einstaklinga fyrir rannsóknir og kynningu á nýrri hugmyndafræði um félagslega sýn á málefni fatlaðs fólks.
    
Hvatningarverðlaunin verða veitt á alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember, og að þessu sinni fer verðlaunaafhendingin í Silfurbergi í kl. 17-19.

 

Rannveig Traustadóttir
Rannveig Traustadóttir