Skip to main content
23. maí 2016

Pólskunámskeið á haustmisseri

""

Nemendum Háskóla Íslands býðst þátttaka á pólskunámskeiðum á haustmisseri 2016, þeim að kostnaðarlausu. Það eru Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands og Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, í samvinnu við Háskólann í Varsjá, sem standa að námskeiðunum.

Námskeiðin eru 5 eininga hraðnámskeið (alls 26 kennslustundir) sem kennd verða tvisvar sinnum í viku í 6 vikur á tímabilinu 30. ágúst til 6. október og 18. október til 24. nóvember. Bæði námskeiðin verða kennd á ensku. Fyrra námskeiðið er fyrir algera byrjendur sem aldrei hafa lært pólsku áður en hið síðara er ætlað þeim sem hafa lokið námskeiðinu Pólska fyrir byrjendur I eða sem hafa grunnþekkingu á pólsku máli.

Í tengslum við námskeiðið verður efnt til kvikmyndasýninga þar sem pólskar kvikmyndir verða sýndar með enskum texta. Kennari er Monika Sienkiewicz. Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Már Sigurðsson hjá Tungumálamiðstöð HÍ: ems@hi.is.

Opnað verður fyrir skráningu á Uglu í ágúst en nemendur geta skráð sig á eyðublöðin hér að neðan og verða þá skráðir í viðkomandi námskeið í ágúst. Vinsamlegast athugið að hámarksfjöldi nemenda í hvort námskeið er 25.

Frá pólskunámskeiði sem efnt var til á haustmisseri 2015. Þá var í fyrsta sinn boðið upp á pólskunám við Háskóla Íslands og hefur námið notið mikilli vinsælda.
Frá pólskunámskeiði sem efnt var til á haustmisseri 2015. Þá var í fyrsta sinn boðið upp á pólskunám við Háskóla Íslands og hefur námið notið mikilli vinsælda.