Skip to main content
5. febrúar 2016

Nýtt meistaranám í verkefnastjórnun

Í haust mun Viðskiptafræðideild bjóða upp hagnýtt og fræðilegt meistaranám í verkefnastjórnun.

Kennslan miðar að því að nemandinn öðlist góðan skilning á verkefnastjórnun og tileinki sér eftirsóknarverða færni bæði við rannsóknir og hagnýtingu á fræðunum. Í náminu munu nemendur læra að tileinka sér grundvallaratriði og verkfæri verkefnastjórnunar, þar sem farið verður m.a. í ákvarðanatöku, áætlanagerð og áhættugreiningar ásamt framkvæmd og eftirfylgni verkefna. Námið er nýjung hjá Háskóla Íslands og er kennt í dagskóla.

Nánari upplýsingar um námið má nálgast hér.

Meistaranám í verkefnastjórnun