Skip to main content
26. september 2016

Nýir doktorsnemar við Hugvísindasvið

""

Fimmtán nemendur hófu doktorsnám við Hugvísindasvið í haust. Nýverið fór fram kynningarfundur fyrir þessa nemendur og leiðbeinendur þeirra þar sem þeir voru boðnir velkomnir, fengu kynningu á umgjörð námsins og áttu fund með öðrum doktorsnemum á Hugvísindasviði.

Nemendur sem hófu nám eru (leiðbeinendur innan sviga):

Almenn bókmenntafræði:

  • Jonas Bokelman (Benedikt Hjartarson)
  • Kjartan Már Ómarsson (Guðni Elísson)
  • Rósa María Hjörvar (Gunnþórunn Guðmundsdóttir)

Enska:

  • Inga Þórunn Waage (Ingibjörg Ágústsdóttir).

Heimspeki:

  • Gústav Adolf B Sigurbjörnsson (Björn Þorsteinsson).
  • Steinunn Hreinsdóttir (Sigríður Þorgeirsdóttir).

Íslenskar bókmenntir:

  • Bjarni Gunnar Ásgeirsson (Svanhildur Óskarsdóttir)

Íslensk málfræði:

  • Michael John Macpherson (Haukur Þorgeirsson)
  • Roberto Pagani (Haraldur Bernharðsson)

Menningarfræði:

  • Sigrún Birgisdóttir (Ólafur Rastrick)
  • Valgerður Tinna Gunnlaugsdóttir (Katrín Anna Lund)

Sagnfræði:

  • Bethany Louise Rogers (Sverrir Jakobsson).
  • Björn Reynir Halldórsson (Valur Ingimundarson).

Spænska:

  • Carmen Quintana Cocolina (Erla Erlendsdóttir).

Þýðingafræði:

  • Katrín Harðardóttir (Marion Lerner)

Á meðfylgjandi mynd vantar Kjartan Má Ómarsson, Jonas Bokelman, Sigrúnu Birgisdóttur, Ingu Þórunni Waage og Valgerði Tinnu Gunnlaugsdóttur.

""
""