Skip to main content
15. september 2016

Ný viðbótardiplóma í félagsráðgjöf

Nýverið hófst kennsla í atvinnutengdri starfsendurhæfingu en námsleiðin er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands og VIRK - starfsendurhæfingarsjóðs. Alls sækja 32 nemendur viðbótarnámið og verður haustmisserið kennt í heild sinni við HA. Þetta er í fyrsta skiptið sem boðið er upp á námið hér á landi.

Í maí sl. skrifuðu fulltrúar VIRK, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri undir samstarfssamning um ráðningu lektors í starfsendurhæfingu í tengslum við eflingu náms á fræðasviðinu. Nú er svo komið að námið er hafið en markmið þess er auka framboð á sérmenntuðu fólki til starfa á sviði starfsendurhæfingar og mæta þar með vaxandi þörfum samfélagsins fyrir sérþekkingu, rannsóknnum og kennslu í starfsendurhæfingu.

Atvinnutengd starfsendurhæfing er einn þáttur í heildstæðu kerfi endurhæfingar sem stuðlar að því að sem flestir eigi þess kost að vera virkir á vinnumarkaði.

Nemendur koma af öllu landinu og eru ýmist hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðju- eða sjúkraþjálfarar í grunninn. Fyrsta námskeið þessarar lotu nefnist Starfsendurhæfing I og þar var fjallað um sögu starfsendurhæfingar, hugmyndafræði og grunnatriði er lúta að mati og valdeflandi samvinnu við notendur.

Umsjón með námsleiðinni hafa Sigrún Sigurðardóttir við HA og Ásta Snorradóttir við HÍ.

Umsjón með námsleiðinni hafa Sigrún Sigurðardóttir við HA og Ásta Snorradóttir við HÍ.
Umsjón með námsleiðinni hafa Sigrún Sigurðardóttir við HA og Ásta Snorradóttir við HÍ.