Skip to main content
19. maí 2017

Ný heimasíða helguð störfum kennara

Ný heimasíða verkefnisins Komdu að kenna var opnuð á dögunum en henni er ætlað að vekja athygli á kennarastarfinu, náminu og stéttinni í heild. Það er Kennó – félag kennaranema við Háskóla Íslands sem stendur að átakinu.

„Það má með sanni segja að verkefnið hafi vaxið hratt. Við byrjuðum á að framleiða nokkur myndbönd sem sýndu kennaranema í leik og starfi en í dag erum við komin á flesta samfélagsmiðla og höfum nokkuð stóran fylgjendahóp. Það er ánægjulegt að fylgjast með umræðunni í kringum verkefnið. Kennarar, skólastjórnendur, þingmenn og ráðherrar hafa tekið þátt í þessu með okkur,“ segir Hjörvar Gunnarsson, kennaranemi sem stýrir átakinu.

Á heimasíðunni verður umræðunni um kennara haldið áfram og efni sett þar inn sem safnast til af Snapchat, Instagram og Facebook.

„Þetta verkefni er komið til að vera. Kennarar og fólkið sem tengist stéttinni hefur svo skemmtilegar sögur að segja að það er hrein unun að hlusta á þetta fólk,“ bætir Hjörvar við en það er Kennarasamband Íslands sem styrkir verkefnið.

Vefur verkefnisins

Vatnsendaskóli