Skip to main content

Ný bók eftir forseta Lagadeildar

14. Mar 2017

Út er komin ný bók, Inngangur að skipulagsrétti, lagarammi og réttarframkvæmd, eftir Aðalheiði Jóhannsdóttur, prófessor og deildarforseta Lagadeildar.

Í bókinni er meðal annars fjallað um skipulagsskyldu, stjórnvöld skipulagsmála, tegundir skipulagsáætlana, málsmeðferð við gerð þeirra, grenndarkynningu, framkvæmdaleyfi, bótaábyrgð og endurskoðun ákvarðana.

Sérstakur kafli er helgaður lögmætum skipulagsskilyrðum og sjónarmiðum sem er að finna í öðrum lögum en skipulagslögum.

Einnig er fjallað um ákveðna lykildóma Hæstaréttar, hundruð úrskurða úrskurðarnefnda og álit umboðsmanns Alþingis.

Bókin er gefin út af Háskólaútgáfunni 2017 og er 344 bls.

Mögulegt er að panta bókina í forsölu með því að senda póst á styrmir@hi.is

Inngangur að skipulagsrétti - ný bók í lögfræði
Aðalheiður Jóhannsdóttir