Skip to main content
18. október 2016

Norrænt leikskólastarf í brennidepli í Helsinki

""

Níu fulltrúar frá Íslandi sóttu nýverið fund á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar í Helsinki þar sem sjónum var beint að leikskólastarfi á Norðurlöndum. Finnar fara með formennsku í ráðherranefndinni í ár og eru meginþemu vatn, náttúra og mannfólk. Þeir leggja áherslu á að efla starf gegnum tengslanet með raunhæfum verkefnum með það að markmiði að auka áhuga fólks á norrænu samstarfi og mikilvægi þess.

Þingið var hið glæsilegasta í alla staði og var meðal annars rætt um gildi í leikskólastarfi, það sem er líkt og ólíkt milli landanna og helstu áskoranir og álitamál.

Fulltrúar Menntavísindasviðs Háskóla Íslands á fundinum voru Jóhanna Einarsdóttir prófessor, Arna H. Jónsdóttir lektor og Hrönn Pálmadóttir lektor.

Myndir frá fundinum.

Fundur norrænu ráðherranefndarinnar í Helsinki.