Skip to main content
15. maí 2015

Mikael Karlsson heiðursdoktor við Tallin-háskóla

Mikael M. Karlsson, prófessor emerítus í heimspeki, hefur verið gerður að heiðursdoktor við Tallinn-háskóla í Eistlandi. Honum var veitt heiðursnafnbótin við hátíðlega athöfn á heimspekiráðstefnu við Hugvísindastofnun Tallinn-háskóla en Mikael hefur unnið með stofnuninni um árabil.

Siobhan Kattago, dósent í stjórnmálaheimspeki, sagði við athöfnina að það væri rík ástæða væri til að heiðra Mikael með þessum hætti, fyrir framlag hans vegna meistaranáms í hagnýtri heimspeki með stúdentum og kennurum frá Íslandi, Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen sem Baltneska heimspekisambandið hafi staðið fyrir. Fyrir þetta stæðu aðstandendur heimspekisambandsins í þakkarskuld við Mikael.

Mikael er fæddur í Bandaríkjunum og lagði þar stund á nám en flutti til Íslands snemma á áttunda áratugnum og tók þá til starfa við Háskóla Íslands.

Hann tók virkan þátt í uppbyggingu námsgreinar í heimspeki við háskólann sem þá var nýstofnuð og var skipaður prófessor árið 1995 og varð prófessor emerítus 2013.