Skip to main content
28. ágúst 2015

Meistaranemar hefja nám við Viðskiptafræðideild

Þann 27. ágúst síðastliðinn hófst skólaárið hjá meistaranemum við Viðskiptafræðideild þegar haldin var móttaka fyrir nemendur að Háskólatorgi.

Deildarforseti, Runólfur Smári Steinþórsson, hóf daginn á því að bjóða nemendur velkomna áður en farið var yfir helstu upplýsingar um námið og fyrstu skrefin í framhaldsnámi við Háskóla Íslands, en þetta er liður í því að undirbúa nemendur vel fyrir þá áskorun sem er fram undan.

Að auki kom fulltrúi frá Landsbókasafni og kynnti nemendur fyrir notkun rafrænna gagnasafna og heimildaskráningaforrita.
Fjölmargir nemendur stunda framhaldsnám við Viðskiptafræðideild og dreifast þeir yfir átta mismunandi námslínur. Þær eru:
•    Fjármál fyrirtækja
•    Mannauðsstjórnun
•    Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti
•    Nýsköpun og viðskiptaþróun

  •  Reikningsskil og endurskoðun
  • Skattaréttur og reikningsskil

•    Stjórnun og stefnumótun
•    Viðskiptafræði

Auk starfsmanna og kennara við Viðskiptafræðideild komu einnig brautskráðir meistaranemar og sögðu frá meistaraverkefnum sínum og ræddu við nemendur um ferlið að baki verkefninu. Einnig komu einstaklingar úr atvinnulífinu og fluttu erindi.
 

""
""