Skip to main content
12. febrúar 2016

Meira sorpmagn en áður

Nýjar tölur um sorpflokkun Háskóla Íslands sýna að meira hefur safnast upp af sorpmagni en undanfarin ár. Þar að auki hefur hlutfall endurvinnslu af heildarsorpmagni dregist saman um 0,1%. Við þurfum að gera betur og reyna bæði að auka hlutfall flokkaðs sorps enn frekar og draga úr úrgangi sem fellur til í starfi skólans. Kanna þyrfti hvað veldur auknu sorpmagni í Háskólanum og finna leiðir til þess að koma í veg fyrir slíka þróun.

Í næstu viku hefst sorpflokkunarátak í Háskólanum þar sem breytingar á sorpflokkuninni verða kynntar auk þess sem fólk verður hvatt til þess að vanda sig enn frekar í flokkuninni. Vonast er til þess að átakið verði til þess að hlutfall endurvinnslu aukist að nýju og eru nemendur og starfsmenn hvattir til að fylgjast vel með. Nánari upplýsingar um flokkunina má finna á flokkun.hi.is og recycling.hi.is.

Sorpflokkun HÍ
Hlutfall endurvinnslu af heildarmagni sorps