Skip to main content
24. febrúar 2016

Með ágætiseinkunn frá Hagfræðideild

""

Brautskráning Háskóla Íslands fór fram laugardaginn 20. febrúar síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Háskólabíó.

Alls brautskráðust 5 kandídatar frá Hagfræðideild. Einn kandídat brautskráðist frá með ágætiseinkunn, Björn Blöndal heimilislæknir.

Björn brautskráðist með MS-gráðu í heilsuhagfræði með einkunnina 9,11. Lokaverkefni hans ber heitið „Tilvísanakerfi í heilbrigðisþjónustu - Kostnaður, skilvirkni og tengsl við fjölda heimilislækna".

Leiðbeinandi hans var Tinna Laufey Ásgeirsdóttir prófessor. Kennarar og starfsfólk Hagfræðideildar óskar öllum kandídötum til hamingju með áfangann og sérstakar óskir fær Björn fyrir frábæran árangur.

Ásgeir Jónsson forseti Hagfræðideildar, Björn Blöndal og Daði Már Kristófersson forseti Félagsvísindasviðs
Ásgeir Jónsson forseti Hagfræðideildar, Björn Blöndal og Daði Már Kristófersson forseti Félagsvísindasviðs