Skip to main content
16. janúar 2024

Mat á áhrifum bekkjarstjórnunar, umbætur í kennaramenntun og þróun heilsu unglinga hljóta styrki

Mat á áhrifum bekkjarstjórnunar, umbætur í kennaramenntun og þróun heilsu unglinga hljóta styrki - á vefsíðu Háskóla Íslands

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2024. Alls bárust 353 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 67 þeirra styrktar eða 19% umsókna.
Í hlut fræðafólks á Menntavísindasviði HÍ komu þrír verkefnastyrkir: 

Anna Lind G Pétursdóttir, prófessor og  Bergljót Gyða Guðmundsdóttir, dósent, báðar við Menntavísindasvið hlutu styrk fyrir verkefnið: Mat á áhrifum bekkjarstjórnunar á nemendur og kennara á Íslandi - 22.189 m.kr.

Berglind Gísladóttir, lektor við Menntavísindasvið hlaut styrk fyrir verkefnið : Heildarsýn og umbætur í kennaramenntun: Framþróun fyrir íslenskt menntakerfi - 23.037 m.kr.

Erlingur Sigurður Jóhannsson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, Nanna Ýr Arnardóttir, lektor við HA og Guðrún Sunna Gestsdóttir, dósent við Menntavísindasvið hlutu styrk fyrir verkefnið: Þróun andlegrar og líkamlegrar heilsu frá unglings- til fullorðinsára: Rannsókn á Íslendingum fæddum árið 1988 22.211 m.kr.

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2024. Alls bárust 353 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 67 þeirra styrktar eða 19% umsókna.
Í hlut fræðafólks á Menntavísindasviði HÍ komu þrír verkefnastyrkir: 

Á vef Rannís segir: 

Rannsóknasjóður er leiðandi samkeppnissjóður hér á landi. Sjóðurinn styrkir verkefni á öllum sviðum vísinda, allt frá styrkjum til doktorsnema til öndvegisstyrkja. Öndvegisstyrkir eru veittir til stórra verkefna sem skara fram úr á sínu sviði og hafa alþjóðlega tengingu.
Styrkveitingar til nýrra verkefna nema á þessu ári um 1.1 milljarði króna, en þar sem verkefnin eru almennt til þriggja ára verður heildarkostnaður vegna þeirra tæplega 3.3 milljarðar króna á árunum 2024-2026. Rannsóknasjóður mun einnig styrkja þátttöku íslenskra aðila í alþjóðlega samfjármögnuðum verkefnum.
 

Styrkþegum er óskað innilega til hamingju.

Berglind Gísladóttir, Erlingur Sigurður Jóhansson og Anna Lind G Pétursdóttir styrkþegar við Menntavísindasvið./Mynd: Kolbrún Þ. Pálsdóttir