Skip to main content
11. febrúar 2016

Málflutningskeppni á sviði EES-réttar

""

Eftirlitsstofnun EFTA og lagadeildir háskólanna á Íslandi hafa undirritað samkomulag um að árlega skuli haldin málflutningskeppni á sviði EES-réttar.  Fyrsta keppnin verður haldin næsta haust, dagana 5. og 6. nóvember og fer hún fram í Hæstarétti Íslands. Keppnin fer fram á ensku.

Þátttaka í keppninni verður metin til sex eininga í meistaranámi við Lagadeild Háskóla Íslands. Sigurliðið fær að launum ferð til Brussel og ítarlega kynningu á Eftirlitsstofnun EFTA og stofnanaumhverfinu í Brussel.

Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við undirritun samningsins, eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í stjórn Orators, Eyvindur G. Gunnarsson forseti Lagadeildar, Helga Jónsdóttir stjórnarmaður ESA og Silja Rán Arnarsdóttir formaður Orators

Nánari upplýsingar um námskeiðið munu birtast á heimasíðu Lagadeildar Háskóla Íslands og verða sendar meistaranemum deildarinnar.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í stjórn Orators, Eyvindur G. Gunnarsson forseti Lagadeildar, Helga Jónsdóttir stjórnarmaður ESA og Silja Rán Arnarsdóttir formaður Orators
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í stjórn Orators, Eyvindur G. Gunnarsson forseti Lagadeildar, Helga Jónsdóttir stjórnarmaður ESA og Silja Rán Arnarsdóttir formaður Orators