Skip to main content
20. september 2016

Karen Ross: @sexý stjórnmál: Stjórnmálafólk í Bretlandi

""

Breski kynja- og fjölmiðlafræðingurinn Karen Ross fjallar um hvernig breskt stjórnmálafólk notaði twitter í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar 2015 í fyrirlestri á vegum Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands og Rannsóknarseturs í fjölmiðla- og boðskiptafræðum, fimmtudaginn 22. september 2016 kl.12-13:00 í stofu HT-105. Fyrirlesturinn er á ensku.

Í fyrirlestrinum er greint frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar á twitter hegðun breskra stjórnmálamanna í aðdraganda þingkosninganna í Bretlandi 2015 og skoðað hvort og hvernig kyn birtist í þeim samskiptum. Niðurstöðurnar benda til að kyn skipti máli í sumu tilliti en ekki öðru og jafnframt að stjórnmálaflokkarnir hafi mikil áhrif á twitter hegðun stjórnmálafólks. Konur notuðu twitter almennt minna en karlar. Þær voru líklegri til að pósta eigin tísti og gjarnan um „mjúk“ mál og þær miðluðu oftar slóðum. Sjaldgæfara var að konur uppskæru velþóknun (favourite) fyrir tíst sín en karlar og innleggjum þeirra var sjaldnar endurtíst. Karlar voru líklegri en konur til að pósta myndum með tísti, ávarpa notendur (@skilaboð) og tvíkrossa (hashtag). Þeir voru jafnframt líklegri en konur til að miðla neikvæðu og jafnvel fjandsamlegu efni. Almennt notar stjórnmálafólk twitter til einstefnumiðlunar frekar en sem samræðuvettvang og möguleikar miðilsins því langt frá því að vera fullnýttir í samræðunni við þegnana, samkvæmt rannsókn Karenar Ross.

Karen Ross er prófessor við Newcastle háskóla, og jafnframt fyrsti prófessor í Bretlandi með kyn og fjölmiðla sem sérstakt áherslusvið. Rannsóknir hennar beinast að flóknum tengslum kyns, fjölmiðla, stjórnmála og frétta. Hún hefur gefið út fjölda bóka en meðal þeirra má nefna A Handbook of Gender, Sex and Media (Wiley-Blackwell, 2012); The Media and the Public (ásamt Stephen Coleman, Wiley-Blackwell, 2010); og Gendered Media: Women, Men and Identity Politics (Rowman & Littlefield, 2009). Nýjustu bækur hennar koma út haustið 2016 og heita Gender, Politics, News: A Game of Three Sides (Wiley-Blackwell) og Gender Equality and the Media: A Challenge for Europe (sem hún ritstýrir ásamt Claudiua Padovani) Taylor & Francis/Routledge.

*   *   *

@sexy politics: women and men politicians on Twitter during the 2015 British General Election

This lecture discusses the preliminary findings from a recent research project which explored the ways in which women and men politicians used Twitter as a tool of politican communication during the 2015 British General Campaign, with a view to identifying if and how gender was implicated in different tweeting behaviours. I suggest that sex was important in some aspects but not others and that party affiliation was important in influencing certain behaviours. For example, women were less frequent tweeters, more likely to send original tweets, include weblinks and tweet about 'soft' policy issues, and were slightly less likely to have their tweets favourited or retweeted than men. Men were more likely to include photos and use @messages and hashtags and much more likely to tweet negative or hostile content than women. Overall, politicians mostly use Twitter in a one-way rather than dialogic mode and are yet to fully exploit the potential of social media to interact with citizens in a more engaged manner.

Karen Ross is Professor of Gender and Media, the first such named chair in the UK. Her research focuses on the complicated relationships between gender and media and more particularly, between gender, politics and news.  Recent books include: A Handbook of Gender, Sex and Media (edited, Wiley-Blackwell, 2012); The Media and the Public (with Stephen Coleman, Wiley-Blackwell, 2010); and Gendered Media: Women, Men and Identity Politics (Rowman & Littlefield, 2009). Her latest books will be published in autumn 2016: Gender, Politics, News: A Game of Three Sides (Wiley-Blackwell) and Gender Equality and the Media: A Challenge for Europe (edited, with Claudia Padovani) Taylor & Francis/Routledge.

""
""