Skip to main content
10. nóvember 2016

Helgi Gunnlaugsson gestakennari við Grænlandsháskóla

""

Á þessu misseri hefur Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild, verið gestakennari við Grænlandsháskóla í Nuuk. Hann hefur kennt námskeið á meistarastigi í félagsvísindum og dvaldi þar í september við kennslu.

Í námskeiðinu eru tekin fyrir tiltekin þemu úr afbrotafræðinni og félagsfræði frávika. Fræðilegur grundvöllur afbrotafræðinnar er tekinn fyrir og beitt á margvíslegan hátt, m.a. til að greina þróun afbrota og refsinga, áfengis- og fíkniefni og afstöðu borgaranna til dómstóla og refsilöggjafarinnar.

Nemendur vinna verkefni þar sem Grænland er þungamiðjan. Á meðan á dvölinni stóð var Helga boðið að halda opinberan fyrirlestur við háskólann sem hann nefndi „Rusmidler og narkotikalovgivningen“.

Fyrirlesturinn var fjölsóttur og sóttu hann m.a. þingmenn, ráðherrar og aðrir þeir sem með málaflokk áfengis- og fíkniefna hafa að gera á Grænlandi.

Helgi ásamt nemendum sínum
Íbúð Helga og Grænlandsháskóli í fjarska
Helgi ásamt nemendum sínum
Íbúð Helga og Grænlandsháskóli í fjarska