Skip to main content
24. apríl 2015

Háskólafundur – Brú milli fræða og framkvæmda

""

ÍMARK og viðskiptafræðideildir Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst  héldu í samstarfi Háskólafund ÍMARK þann 22. apríl síðastliðinn. Að þessu sinni bauð Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands til sín og var fundurinn haldinn í Lögbergi.

Á Háskólafundi ÍMARK eru iðulega flutt fimm stutt en fjölbreytt erindi af aðilum úr háskólunum annars vegar og aðilum úr atvinnulífinu hins vegar. Erindin eru svokölluð örerindi og fá þátttakendur 10 mínútur til að kynna rannsóknir sínar eða annað áhugavert efni sem tengist markaðsmálum.

Hugmyndin er að hver háskóli leggi til eitt erindi upp úr athyglisverðum verkefnum nemenda eða kennara og að sérfræðingar úr atvinnulífinu flytji erindi sem þá eru með aðeins öðrum vinkli. Rauði þráðurinn er þó ávallt markaðsmál.

Að venju voru erindin afar áhugaverð, en fulltrúar atvinnulífsins að þessu sinni voru þau Gunnar Thorberg, eigandi og markaðsráðgjafi Kapals, og Þóra Björg Hallgrímsdóttir, auglýsingastjóri Morgunblaðsins.

Erindin voru eftirfarandi:

Háskólinn á Bifröst - Björn Kristjánsson, B.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti.
 Erindi: Samkeppnisumhverfi íslenskra netverslana

Morgunblaðið - Þóra Björg Hallgrímsdóttir, BA í félagsfræði og MBA frá HR, auglýsingastjóri Morgunblaðsins.
 Erindi: Nám með vinnu og mikilvægi tímastjórnunar

Háskóli Íslands - Birgir Már Daníelsson, M.Sc. í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum.
 Erindi: Ísland sem upprunaland vörumerkis

Háskólinn í Reykjavík - Lilja Ósk Diðriksdóttir, M.Sc. í alþjóðaviðskiptum.
 Erindi: Íslenskir styrkjendur hálparsamtaka: Skynjun á áhættu og áhuga á að veita fjárhagsstyrki.

Kapall - Gunnar Thorberg, M.Sc. Management of eBusiness, eigandi og markaðsráðgjafi hjá Kapli, stundakennari við HÍ.
 Erindi: Tæki og tól við greiningu á markaðsaðstæðum

 

Ásta Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Ímark
Björn Kristjánsson frá Háskólanum á Bifröst
Áhorfendur
Þóra Björg Hallgrímsdóttir, auglýsingastjóri Morgunblaðsins
Birgir Már Daníelsson frá Háskóla Íslands
Lilja Ósk Diðriksdóttir frá Háskólanum í Reykjavík
Ásta Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Ímark
Björn Kristjánsson frá Háskólanum á Bifröst
Áhorfendur
Þóra Björg Hallgrímsdóttir, auglýsingastjóri Morgunblaðsins
Birgir Már Daníelsson frá Háskóla Íslands
Lilja Ósk Diðriksdóttir frá Háskólanum í Reykjavík