Skip to main content
11. mars 2015

Fyrirmyndarfyrirtæki fengu viðurkenningu

Á annað hundrað manns mættu á ráðstefnuna „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“ sem var haldin þriðjudaginn 10. mars í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, opnaði ráðstefnuna en aðalræðumenn voru þeir Per Lekvall, einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í stjórnarháttum, og Magnus Billing, forseti kauphallarinnar Nasdaq OMX í Stokkhólmi.

Þrettán fyrirtæki fengu viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Það voru eftirfarandi: Advania hf.,  Fjarskipti hf., Greiðsluveitan ehf., Íslandsbanki hf., Íslandspóstur hf., Íslandssjóðir hf., Landsbankinn hf., Landsbréf hf., Lánasjóður sveitarfélaga ohf., Mannvit hf., Nýherji hf., Stefnir hf. og VÍS hf.

Ráðstefnan var haldin af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands í samstarfi við Nasdaq OMX Iceland, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og NASDAQ OMX á Íslandi hafa tekið upp samstarf um að bæta eftirfylgni fyrirtækja við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Í því felst að öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda.

Rannsóknarmiðstöðin sér um framkvæmd matsins en matsferlið byggist í meginatriðum á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi gefa út.

Í tilefni af ráðstefnunni var einnig gefið út nýtt rit um stjórnarhætti sem nálgast má á þessum hlekk: Góðir stjórnarhættir.

Við óskum fyrirtækjunum sem fengu viðurkenningu til hamingju með árangurinn.

Þrettán fyrirtæki fengu viðurkenningu
Gestir voru á annað hundrað
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra
Pallborð
Eyþór Ívar Jónsson
Per Lekvall
Gestir
Steinunn Bjarnadóttir
Marta Guðrún Blöndal
Gestir
Magnus Billing
Gestir
Þrettán fyrirtæki fengu viðurkenningu
Gestir voru á annað hundrað
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra
Pallborð
Eyþór Ívar Jónsson
Per Lekvall
Gestir
Steinunn Bjarnadóttir
Marta Guðrún Blöndal
Gestir
Magnus Billing
Gestir