Skip to main content
23. ágúst 2016

Fundur með frændum í níunda sinn

""

Frændafundur 9, íslensk/færeysk ráðstefna, verður haldinn í Reykjavík dagana 26.-28. ágúst næstkomandi. Frændafundur er haldinn þriðja hvert ár til skiptis á Íslandi og í Færeyjum en um 40 fræðimenn af öllum sviðum háskólans halda fyrirlestra á ráðstefnunni um efni sem varða Ísland og Færeyjar.

Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Lönd ljóss og myrkurs, hafs og vinda. Hvernig móta kraftar náttúrunnar mannlíf og dýralíf, menningu og samfélag í norðri?

Aðalfyrirlesarar í ár eru:

  • Guðfinna Th Aðalgeirsdóttir, dósent við Verkfræði- og náttúruvísindasvið – Jarðvísindadeild
  • Malan Marnersdóttir, prófessor í bókmenntum við Føroyamálsdeild Fróðskaparseturs Færeyja
  • Sunleif Rasmussen tónskáld
  • Páll Theodórsson, eðlisfræðingur og vísindamaður emeritus við Raunvísindastofnun

Ráðstefnan er öllum opin og ekki þarf að skrá sig. Aðgangur er ókeypis. Frændafundur er samstarf Færeyjanefndar Háskóla Íslands og Íslandsnefndar Fróðskaparseturs Færeyja.

Nánari upplýsingar á viðburðadagatali hi.is.

Malan Marnersdóttir
Malan Marnersdóttir