Skip to main content
7. maí 2015

Drög að uppgjöri komin út

Út er komin skýrslan Drög að uppgjöri eftir tvo starfsmenn Félagsvísindasviðs, þá dr. Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild, og dr. Hersi Sigurgeirsson, dósent við Viðskiptafræðideild. Skýrslan er gefin út á vegum Auðfræðaseturs, smellið hér til að komast inn á vef Auðfræðaseturs, þar er hægt að lesa skýrsluna.

Í skýrslunni er fjallað um hvaða kostir eru í stöðunni til þess að ljúka slitameðferð föllnu bankanna og greiða út kröfur án þess að raska greiðslujöfnuði Íslands.

Skýrslan var samin að beiðni slitastjórnar Glitnis en í henni er reynt að afmarka þann greiðslujafnaðarvanda sem Ísland á nú við að glíma og þær leiðir sem koma til greina til að leysa hann farsællega. Þá leggja skýrsluhöfundar einnig mat á þær björgunaraðgerðir sem gripið var til í tengslum við hrunið.

Ísland – líkt og önnur þjóðríki með eigin mynt – hefur bæði prentvald og skattvald til þess að bregðast við bankakrísum. Prentvaldið liggur hjá Seðlabanka sem þjónar sem lánveitandi til þrautavara. Skattvaldið er hjá ríkisstjórn og Alþingi í umboði skattgreiðenda þegar kemur að endurfjármögnun banka. Farið er yfir beitingu þessara tveggja valdheimilda og hvaða kostnað flær hafa haft í för með sér fyrir ríkissjóð Íslands.

Smellið hér til að lesa umfjöllun um skýrsluna á Kjarnanum.is.