Skip to main content
12. desember 2016

Byltingarrit Jörundar hundadagakonungs

""

Út er komið ritið Historical Account of a Revolution on the Island of Iceland in the Year 1809 eftir Jörgen Jörgensen, sem er betur þekktur sem Jörundur hundadagakonungur. Hér er um að ræða tvær samtímalýsingar á íslensku „byltingunni“ 1809 sem Jörgensen skrifaði, þá fyrri strax að byltingu lokinni veturinn 1809–1810 á meðan hann dvaldi um borð í fangaskipi og hina síðari sennilega 1813.

Handritin eru varðveitt í British Library í London og hafa aldrei fyrr birst á prenti með skýringum. Einnig fylgja bréf frá íslenskum embættismönnum til „verndara Íslands“ og jafnframt gerir Jörgensen ítarlega grein fyrir fjárreiðum byltingarstjórnarinnar sumarið 1809.

Bókin kemur út á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og Háskólaútgáfunnar. Ritstjórar eru Anna Agnarsdóttir og Óðinn Melsted, sem ritar einnig æviágrip Jörgensens. Bókin er þriðja bindið í ritröðinni Heimildasafn Sagnfræðistofnunar og er 295 blaðsíður að lengd.

Kápa bókarinnar Historical Account of a Revolution on the Island of Iceland in the Year 1809
Kápa bókarinnar Historical Account of a Revolution on the Island of Iceland in the Year 1809