Skip to main content
26. apríl 2017

Brautryðjendaverk Lofts Guttormssonar í enskri þýðingu

""

Út er komin bókin Childhood, Youth and Upbringing in the Age of Absolutism. An Exercise in Socio-Demographic Analysis eftir Loft Guttormsson, en hann lést í desember á síðasta ári.

Hér er um að ræða enska þýðingu á bókinni Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld. Tilraun til félagslegrar og lýðfræðilegrar greiningar sem kom út í Ritsafni Sagnfræðistofnunar árið 1983. Þýðandi er Keneva Kunz. Bókin er brautryðjendaverk á sviði lýðfræði og fjölskyldusögu hér á landi. Þar kynnir Loftur kenningar Philippe Ariès fyrir íslenskum lesendum og mátar þær við íslenskar aðstæður. Samanburður íslenskra fjölskyldu- og uppeldishátta við hið evrópska baksvið er þannig veigamikil uppistaða í þessari bók.

Bókin kemur út á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og Háskólaútgáfunnar. Ritstjórar eru Anna Agnarsdóttir og Ólöf Garðarsdóttir. Bókin er fyrsta bindið í nýrri ritröð Sagnfræðistofnunar, The University of Iceland Historical Series, og er 326 blaðsíður að lengd.

""