Skip to main content
13. ágúst 2015

Bókin Byggðasöfn á Íslandi komin út

Bókin Byggðasöfn á Íslandi er komin út og fæst í Bóksölu stúdenta.

Í bókinni er að finna greinar eftir 15 höfunda sem fjalla um 14 byggðasöfn í landinu. Söfnin sem fjallað er um eru: Byggðasafn Vestfjarða (höf: Jón Sigurpálsson), Byggðasafn Borgarfjarðar (höf: Guðrún Jónsdóttir), Byggðasafn Skagfirðinga (höf: Sigríður Sigurðardóttir), Byggðasafn Rangæinga og V-Skaftfellinga (höf: Vigdís Finnbogadóttir), Byggðasafn Vestmannaeyja (höf: Helga Hallbergsdóttir),  Byggðasafn Hafnarfjarðar(höf: Björn Pétursson),  Minjasafn Reykjavíkur (höf: Helgi Máni Sigurðsson), Byggðasafn Þingeyinga (höf: Björn Ingólfsson),  Byggðasafn Árnesinga (höf: Jón M.  Ívarsson), Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna (höf: Sólveig Hulda Benjamínsdóttir), Byggðasafn Reykjanesbæjar (höf: Sigrún Ásta Jónsdóttir), Byggðasafn A-Skaftafellssýslu (höf: Gísli Sverrir Árnason og Vala Garðarsdóttir), Byggðasafnið Hvoll (höf:  Íris Ólöf Sigurjónsdóttir) og Byggðasafn Norður-Þingeyinga (höf: Arndís Bergsdóttir).

Að auki eru um 70 ljósmyndir í bókinni, inngangur eftir ritstjóra og viðauki eftir Ragnar Ásgeirsson sem hann skrifaði árið 1941 um mikilvægi þess að leggja rækt við fortíðina. Bókin er 213 blaðsíður. Samstarfsaðili um útgáfuna er Þjóðminjasafn Íslands og er útgáfan styrkt af eftirtöldum aðilum:  Safnasjóði, Íslandsdeild ICOM og Aðstoðarmannasjóði Félags- og
mannvísindadeildar við Háskóla Íslands. Ritstjóri er Sigurjón Baldur Hafsteinsson og útgefandi Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands.

Umsögn Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar um bókina:

„Byggðasöfn hafa frá því um miðbik 20. aldar verið kjölfestan í safnastarfi  Íslendinga. Í þessu verki er í fyrsta sinn gerð tilraun til að safna saman  sögu þeirra. Hér segir af fórnfúsu starfi frumkvöðlanna og húsnæðisbasli  frumbýlisáranna en líka hvernig söfnunum hefur vaxið fiskur um hrygg og  tekist að verða leiðandi menningar- og menntastofnanir hvert á sínu svæði.  Þau eru mikilvægir samstarfsaðilar Þjóðminjasafnsins, höfuðsafns á sviði  menningarminja. Með þessu verki er lagður grunnur að sögu byggðasafnanna  sem allar frekari rannsóknir hljóta að byggja á.“

Í bókinni er að finna greinar eftir 15 höfunda sem fjalla um 14 byggðasöfn í landinu.
Í bókinni er að finna greinar eftir 15 höfunda sem fjalla um 14 byggðasöfn í landinu.