Skip to main content
9. nóvember 2016

Afmælismálþing Félags stjórnsýslufræðinga 10. nóvember

""

Félag stjórnsýslufræðinga fagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mundir. Af því tilefni verður haldið málþing um áhrifamestu stjórnsýsluumbætur síðustu áratuga undir yfirskriftinni Nýskipan í ríkisrekstri eða The New Public Management. Málþingið fer fram fimmtudaginn 10. nóvember kl. 15.30-17.30/18.00 í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands og er öllum opið.

Aðalfyrirlesari verður einn helsti fræðimaður heims á þessu sviði, Christopher Hood, prófessor við Oxford-háskóla. Hann nefnir erindi sitt Yesterday's Tomorrow? The New Public Management in Perspective. Sjá nánar um hann hér fyrir neðan, en bækur hans hafa um árabil verið kenndar við Stjórnmálafræðideild.

Auk hans flytja eftirtaldir erindi á málþinginu:

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dósent  sem nefnir erindi sitt Eftir útskipun: Laustengd tengslanet um verkefni, sérhæfðar viðbragðs- og viðbúnaðaráætlanir eða samhent stjórnsýsla?

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor sem spyr: Er til norræn leið við stjórnsýsluumbætur?

Friðrik Sophusson, fv. fjármálaráðherra sem var í forystu umbótanna hér á landi, flytur ávarp af myndbandi: Horft um öxl. Hvað má læra af okkar reynslu?

Loks mun Sigurður H. Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneyti reifa það sem fram undan er undir yfirskriftinni Horft til framtíðar. Áform um umbætur á grunni nýrra laga um opinber fjármál.

Fundarstjóri verður Steinunn Halldórsdóttir, stjórnsýslufræðingur í forsætisráðuneyti. Boðið verður upp á léttar veitingar að loknu málþinginu sem haldið er í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Aðgangur að málþinginu er ókeypis en þátttakendur eru beðnir um að skrá þátttöku hér: www.stjornsyslustofnun.hi.is/nyskipan_i_rikisrekstri_hvad_gerdist_hvernig_hvad_svo

Um aðalfyrirlesarann:

Christopher Hood is a Visiting Professor at the Blavatnik School of Government at the University of Oxford and Emeritus Fellow of All Souls College. After working at the University of Glasgow in Scotland, the University of Sydney University in Australia and the London School of Economics, he was Gladstone Professor of Government at the University of Oxford from 2001 to 2014 (now Emeritus). Contributions to public service include directing the Public Services Research Programme for the UK’s Economic and Social Research Council (2004-2010), chairing the Nuffield Council on Bioethics Working Party on Medical Profiling and Online Medicine (2008-2010) and membership of an official review of the analytical capacity of HM Treasury, the UK’s Ministry of Finance (2012-2013). 

Known for his work on ‘new public management,’ Christopher Hood works mainly on executive government and bureaucracy. His book with Ruth Dixon, A Government that Worked Better and Cost Less? (Oxford University Press) won the Louis Brownlow Prize awarded by the United States National Academy of Public Administration for best book in public administration published in 2015), and with Rozana Himaz of Oxford Brookes he has recently completed a study of the politics of ‘austerity’ (A Century of Fiscal Squeeze Politics in the UK, Oxford University Press, forthcoming). 

Hátíðasalur Háskóla Íslands
Hátíðasalur Háskóla Íslands