Skip to main content
22. febrúar 2024

Á fimmta hundrað brautskráð frá HÍ á föstudag

Á fimmta hundrað brautskráð frá HÍ á föstudag - á vefsíðu Háskóla Íslands

Liðlega 420 manns brautskrást úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands föstudaginn 23. febrúar og mun skólinn fagna því með brautskráningarathöfn í Háskólabíói kl. 15. 

Athöfnin verður send út í streymi

Kandídatar eru brautskráðir af öllum fimm fræðasviðum skólans, 154 frá Félagsvísindasviði, 70 frá Heilbrigðisvísindasviði, 55 frá Hugvísindasviði, 73 frá Menntavísindasviði og 71 frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Samanlagt taka því 423 nemendur við brautskráningarskírteini sínu á föstudag.

Athöfnin í Háskólabíói hefst á ávarpi Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, og í framhaldinu tekur við brautskráning nemenda af fræðasviðunum fimm. Að lokinni brautskráningu mun Arna Dís Heiðarsdóttir, BS í stjórnmálafræði, flytja ávarp fyrir hönd kandídata og athöfninni lýkur á því að Háskólakórinn syngur nokkur lög.

Kandídötum er ætlað afmarkað svæði í Háskólabíói og eru þeir beðnir um að mæta ekki síðar en kl. 14.30 í Háskólabíó. Hver kandídat verður með númerað sæti sem kemur fram á nafnalista sem afhentur verður með dagskrá við innganginn og er sætaskipan í samræmi við afhendingu prófskírteina. Umsjónarfólk verður á staðnum til að leiðbeina um sætaskipan.

Frá brautskráningu í Háskólabíói