Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Vísinda- og nýsköpunarsvið

Vísinda- og nýsköpunarsvið

Meginmarkmið vísinda- og nýsköpunarsviðs er að efla rannsóknir við Háskóla Íslands með almennum stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, hagnýtingu, erlent samstarf og vísindastarf skólans.

Vísinda- og nýsköpunarsvið annast sameiginleg málefni HÍ sem lúta að rannsóknum, svo sem framtal starfa, árlegt mat á rannsóknum, mat á umsækjendum við nýráðningar og framgang auk umsýslu rannsóknatengdra sjóða. Sviðið hefur auk þess umsjón með sókn í erlenda sjóði, hagnýtingu rannsókna, Hugverkanefnd og Rannsóknasetrum HÍ á landsbyggðinni. Vísinda- og nýsköpunarsvið starfar í nánum tengslum við vísindanefnd Háskólaráðs og rannsóknastjóra fræðasviða. Starfsmenn sviðsins eru 11 með aðstöðu í Aðalbyggingu.

Vísinda- og nýsköpunarsvið

Opinn aðgangur

Stefna Háskóla Íslands um opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum og lokaverkefnum tók gildi 1. september 2015. Stefnan nær til birtinga í ritrýndum tímaritum en tekur ekki til bóka eða bókarkafla. Háskóli Íslands er aðili að rafræna varðveislusafninu opinvisindi.is og hvetur starfsfólk til að skrá verk sín í safnið.

 

Sókn í erlenda samkeppnissjóði

Sókn Háskóla Íslands í erlenda sjóði og erlent samstarf, sérstaklega Evrópusamstarf, ásamt eflingu samstarfs Háskólans við atvinnulífið. Kynning á samkeppnissjóðum, aðstoð við gerð umsókna, rekstur verkefna, fjárhagsáætlanir og –uppgjör. Stjórn samstarfs rannsóknastjóra sviða.

Hagnýting rannsókna

Helstu verkefni eru: Hugverkanefnd, Hagnýtingarverðlaun HÍ og Upplýsingasetur um einkaleyfi.
 

Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands byggist á Rannsóknasetrum Íslands á landsbyggðinni. Stofnunin heyrir beint undir Háskólaráð.
 

Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is