Háskóli Íslands

Upplýsingar fyrir umsækjendur

Upplýsingar fyrir umsækjendur

Upplýsingasíða fyrir umsækjendur um nám við Háskóla Íslands

Vinsamlegast athugið að umsókn er ekki gild fyrr en fylgigögn hafa borist. Skilafrestur fylgigagna kemur fram í tölvupósti til umsækjenda sem barst í kjölfar umsóknar.

Umsækjendur sem hafa lokið prófgráðu frá HÍ eftir 1981 þurfa ekki að skila staðfestu afriti af prófskírteini né af stúdentsprófsskírteini.

Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki gild fylgigögn.

Öll fylgigögn með umsókn berist til Háskóla Íslands, Nemendaskrá, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 101 Reykjavík.

Grunnnám

  • Skila þarf staðfestu afriti af stúdentsprófsskírteini á pappírsformi, stimpluðu af viðkomandi skóla.
  • Ef þú veittir HÍ leyfi til að sækja skírteini þitt í Innu nægir það sem staðfest afrit. Ekki er hægt að veita þessa heimild eftir að umsókn hefur verið send.

Leitast er við að afgreiða umsóknir um grunnnám eins fljótt og auðið er eftir að öll fylgigögn hafa borist.

Framhaldsnám

Leitast er við að afgreiða umsóknir um framhaldsnám 4 - 6 vikum eftir að umsóknarfresti lýkur.

Hægt er að fylgjast með stöðu umsóknar með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan. Gefa þarf upp kennitölu og veflykil til að opna síðuna. Veflykillinn kom fram á staðfestingu umsóknar og var sendur í tölvupósti á það netfang sem tilgreint var í umsókninni. Ef veflykill glatast þarf umsækjandi að senda tölvupóst á nemskra@hi.is eða haskolatorg@hi.is og óska eftir aðstoð.

Ef umsókn um nám er samþykkt ber umsækjanda að greiða skrásetningargjald fyrir komandi skólaár. Rafrænn reikningur (rafræn krafa og skjal) birtist í netbanka umsækjanda í kjölfar þess að umsókn er samþykkt. (Ef þú ert ekki með íslenskan netbanka, vinsamlegast hafðu samband við Nemendaskrá, nemskra@hi.is.) Skrásetning til náms við Háskóla Íslands tekur gildi við greiðslu skrásetningargjaldsins. Skrásetningargjaldið er ekki endurkræft.

Notandanafn og lykilorð fyrir samþykkta umsækjendur

Nemendur við Háskóla Íslands þurfa að hafa notandanafn og lykilorð að Uglu, innra vefkerfi Háskólans. Notandanafn er jafnframt tölvupóstfang nemenda í skólanum (notandanafn@hi.is).

Um sólarhring eftir að skrásetningargjald hefur verið greitt getur umsækjandi sótt notandanafn og lykilorð. Smella þarf á hnappinn hér fyrir neðan og slá inn kennitölu og veflykil. Bíða þarf í tvær klukkustundir, frá úthlutun, þar til aðgangur að kerfinu verður virkur. Ugla hefur vefslóðina ugla.hi.is.

ATHUGIÐ: Umsækjandi getur ekki sótt notandanafn og lykilorð að Uglu fyrr en eftir að skrásetningargjald hefur verið greitt.

Sjá nánar um umsóknarferlið.

Gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is