Háskóli Íslands

Þjónustuborð

Þjónustuborð

Þegar nemendur þurfa þjónustu af einhverju tagi er þjónustuborðið á Háskólatorgi oft fyrsti viðkomustaðurinn. Þar má m.a. fá ýmis vottorð um skólavist, yfirlit yfir námsferla, námskeiðalýsingar, panta staðfest afrit af brautskráningarferlum og koma með brautskráningarskírteini til að fá staðfest afrit af þeim. Vottorð og námsferilsyfirlit eru afgreidd samstundis en afgreiðslufrestur afrita af brautskráðum ferlum er minnst einn sólarhringur.

Á þjónustuborðinu:

  • er hægt að kaupa prentkvóta og þar eru afhent stúdentakort með auknum aðgangi. Sótt er um kortið á Uglu, innri vef skólans.
  • er tekið á móti læknisvottorðum vegna veikinda í lokaprófum en vottorð vegna veikinda í hlutaprófum eiga að berast á skrifstofu deildar eða til viðkomandi kennara.
  • skrá nemendur sig á námskeið hjá Náms- og starfsráðgjöf og fá lykilorð fyrir Ugluna. Starfsmenn þjónustuborðsins sjá einnig um bókanir í stofur og fundarherbergi Háskólatorgs. 

Ýmis önnur þjónusta er veitt á þjónustuborðinu og geti starfsmenn ekki afgreitt málið vísa þeir því rétta leið. Hægt er að senda erindi í tölvupósti á netfangið haskolatorg@hi.is og er því svarað eins fljótt og auðið er.
 

Algengar spurningar og svör
 

Starfsmenn Þjónustuborðsins eru:
Vinsamlegast notið netfangið haskolatorg@hi.is nema um einkapóst sé að ræða.

MyndNafnStaðaSímiNetfang
Anna Birna HalldórsdóttirDeildarstjóri5255808abh [hjá] hi.is
Inga Mekkin Guðmundsdóttir BeckVerkefnisstjóri5255820ingam [hjá] hi.is
Svava GísladóttirVerkefnisstjóri5255823svavag [hjá] hi.is
Þórunn Aðalheiður HjelmVerkefnisstjóri5255806thorunnhjelm [hjá] hi.is

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is