Háskóli Íslands

Skrásetningargjöld

Skrásetningargjöld


Um greiðslu skrásetningargjalds eftir 4. júlí 2017

Eindagi skrásetningargjalds við Háskóla Íslands fyrir háskólaárið 2017-2018 er/var 4. júlí. Eftir eindaga fellur greiðsluseðill fyrir gjaldinu niður og þar með vilyrði fyrir skólavist. Nemendum og umsækjendum sem ekki greiddu skrásetningargjaldið fyrir eindaga stendur til boða að óska á ný eftir skráningu í skólann. Þarf þá að sækja sérstaklega um leyfi til skrásetningar utan auglýsts tímabils og bætist 10.000 kr. aukagjald við skrásetningargjaldið ef leyfið er veitt. Frestur til að sækja um leyfi rennur út 4. ágúst. Sjá nánar reglur um skrásetningargjald hér að neðan.

Smellið hér til að sækja um leyfi til skrásetningar og greiðslu skrásetningargjalds utan auglýsts tímabils


""Nemendur við Háskóla Íslands greiða ekki skólagjöld en árlegt skrásetningargjald við skólann er kr. 75.000.

Nýnemar sem innritaðir eru til náms við Háskólann fá rafrænan reikning fyrir skrásetningargjaldinu í netbanka sinn. Greiðsluseðill á pappír er einungis sendur á lögheimili þeirra umsækjanda sem óska sérstaklega eftir því í rafrænni umsókn. Nýnemum ber að greiða skrásetningargjald fyrir eindaga, 4. júlí. Skrásetning til náms við skólann tekur gildi við greiðslu skrásetningargjaldsins. Nýnemar geta þá sótt um notandanafn og aðgangsorð og fengið aðgang að tölvukerfi Háskólans og innra netinu, Uglu. Skrásetningargjaldið er óendurkræft.

Ef hvorki krafa né rafrænn reikningur birtast í netbankanum og umsækjandi getur ekki greitt rafrænt skal hafa samband við Nemendaskrá HÍ, s. 525 4309, netfang nemskra@hi.is.

Reglur um greiðslu skrásetningargjalds

Eindagi skrásetningargjaldsins er 4. júlí. Eftir eindaga fellur krafan niður og jafnframt vilyrði um skólavist eða heimild til áframhaldandi skólavistar. Frá 7. júlí til og með 4. ágúst er hægt að sækja skriflega um leyfi til skrásetningar utan auglýstra skrásetningartímabila. Sótt er um slíkt leyfi hjá Nemendaskrá. Fái nemandi leyfi til skráningar greiðir hann skrásetningargjald með 10.000 kr. álagi eigi síðar en 12. ágúst (eindagi gjaldsins) og staðfestir þar með skrásetningu sína í háskólann. Frá og með eindaga 12. ágúst fellur sá möguleiki niður og þar með heimild til skólavistar. Nemandi sem fengið hefur heimild til að hefja nám á vormisseri verður að hafa staðfest skrásetningu sína fyrir eindaga, sem er 6. janúar.

Sé skrásetningargjald ekki greitt fyrir 4. júlí (eða 12. ágúst ef sótt er um leyfi til skrásetningar utan skrásetningartímabila) er litið svo á að stúdent sé fallinn frá námi og verður hann þá tekinn út af nemendaskrá. Það síðastnefnda á við bæði vegna árlegrar skráningar (6. mars - 1. apríl 2017) og vegna nýskráningar (umsóknarfrestur í grunnnám að vori til 5. júní).

Skráning í námskeið næsta háskólaárs (árleg skráning)

Skráning í námskeið næsta háskólaárs (haust- og vormisseri) fer fram í mars á hverju ári. Allir nemendur Háskólans þurfa að skrá sig í námskeið árlega, einnig þeir sem stunda framhaldsnám.

Greiða þarf skrásetningargjaldið í tengslum við skráningu til áframhaldandi náms á næsta háskólaári. Er þá hægt að greiða gjaldið með greiðslukorti á netinu (gjalddagi samkvæmt reglum kortafyrirtækis), taka kortalán (greiðslu dreift á þrjá mánuði) eða óska eftir að fá rafrænan reikning sendan í netbanka. Greiða skal gjaldið fyrir eindaga, 4. júlí.

Heimild til lækkunar skrásetningargjalds

Nýnemar sem innritast  í nám á miðju háskólaári, í janúar, greiða lægra skrásetningargjald, eða kr. 55.000. Nemendur með örorku fá afslátt af gjaldinu og greiða einnig kr. 55.000.

Námsleyfi

Stúdent sem fær leyfi hjá háskóladeild sinni til þess að gera hlé á námi sínu allt háskólaárið greiðir kr. 10.000. Sama gildir um stúdenta frá öðrum háskólum, sem stunda nám við Háskóla Íslands á grundvelli samninga um stúdentaskipti, nema kveðið sé á um annað í viðkomandi samningi.

Nánar er fjallað um skrásetningargjald í kennsluskrá. Sjá einnig reglur um gjaldskrá Háskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur o.fl. og innheimtu skrásetningargjalds.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is