Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Listir

Listasafn Háskóla Íslands var stofnað árið 1980 með listaverkagjöf hjónanna Sverris Sigurðssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur og var stofnskrá safnsins staðfest af forseta Íslands í apríl 1980.

Listasafn Háskóla Íslands hefur með höndum varðveislu og viðhald stofngjafar og annarra verka í eigu þess og stuðlar að rannsóknum á íslenskri listasögu. Það stendur einnig fyrir sýningum, bæði á eigin vegum og í samvinnu við aðra.

Sérstök deild í safninu nefnist Þorvaldssafn, eftir Þorvaldi Skúlasyni listmálara, enda eru verk eftir hann uppistaða stofngjafarinnar sem nam alls 140 listaverkum.

Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands, sem stofnaður var á níræðisafmæli Sverris Sigurðssonar, 10. júní 1999, hefur það hlutverk að efla rannsóknir á íslenskri myndlist að fornu og nýju.

Auður Ólafsdóttir (auo@hi.is) listfræðingur og lektor í listfræði er safnstjóri safnsins. Sími 525-4411.

 

Listir

Sýningar Listasafnsins

Sýningar - verk eftir NínuListasafn Háskóla Íslands hefur þá sérstöðu í safnaflóru landsins að deila sýningarrými sínu með stúdentum, kennurum og öðru starfsfólki HÍ. Það þýðir að verk í eigu safnsins eru sett upp víðs vegar um stofnanir og byggingar háskólasamfélagsins.

 

Rannsóknir Listasafnsins

RannsóknirListasafn Háskóla Íslands hefur aðsetur við æðstu menntastofnun þjóðarinnar og gefur það safninu nokkra sérstöðu. Eitt af hlutverkum safnsins er að stuðla að rannsóknum á íslenskri listasögu, jafnt innan sem utan háskólasamfélagsins.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is