
Sjúkraþjálfun
120 einingar - MS gráða
MS-nám í sjúkraþjálfun er tveggja ára, 120 eininga nám. Námið er fræðilegt og klínískt framhaldsnám og uppfyllir skilyrði íslenskra laga um rétt fólks til að starfa sem sjúkraþjálfarar. Námið uppfyllir jafnframt skilyrði til að hefja doktorsnám.
Um námið
MS-nám í sjúkraþjálfun er fræðilegt og klínískt tveggja ára nám til 120 eininga. Annars vegar byggist það á klínískum námsgreinum og námi á heilbrigðisstofnunum og sjúkraþjálfunarstofum og hins vegar á rannsóknum tengdum sjúkraþjálfun.

Meistaravarnir í sjúkraþjálfun
Föstudaginn 24. maí 2019 munu fyrstu brautskráningarnemendur í MS námi í sjúkraþjálfun kynna og verja verkefni sín

Rannsóknarstofa í hreyfivísindum
Eitt megin markmið Rannsóknarstofu í hreyfivísindum er að efla rannsóknir á sviði hreyfivísinda innan Háskóla Íslands og leita eftir samvinnu við stofnanir og fyrirtæki utan hans. Stofan er vettvangur þekkingarmiðlunar og rannsókna- og þróunarstarfs á öllum sviðum hreyfivísinda og sjúkraþjálfunar.
Til að innritast í meistaranám í sjúkraþjálfun þarf að hafa lokið BS prófi í sjúkraþjálfunarfræðum með að lágmarki 6,5 í meðaleinkunn. Fjöldi nemenda sem tekinn er inn í meistaranámið takmarkast við töluna 35.

Að námi loknu
Starf sjúkraþjálfara er mjög fjölbreytt og miðar að því að bæta hreyfigetu, færni og heilsu fólks á öllum aldri. Sjúkraþjálfarar greina orsakir hreyfitruflana og færniskerðinga og veita meðferð sem byggir á greiningunni. Auk þess fást þeir við að fyrirbyggja eða draga úr afleiðingum áverka, álagseinkenna, sjúkdóma, öldrunar og lífsstíls. Ráðgjöf og fræðsla er hluti af starfi sjúkraþjálfara.
Dæmi um starfsvettvang:
- Endurhæfingastofnanir
- Einkareknar sjúkraþjálfunarstofur
- Sjúkrahús
- Öldrunarstofnanir
- Líkamsræktarstöðvar
- Íþróttafélög
- Vinnuvernd
- Kennsla og rannsóknir t.d. við háskóla
- Ráðgjöf á sviði forvarna og heilsueflingar

Félagslíf
Félag nema í sjúkraþjálfun er VIRTUS og gætir það hagsmuna nemenda og hefur forgöngu um félagslíf þeirra.
Facebook síða VIRTUS.
Hafðu samband
Skrifstofa Námsbrautar í sjúkraþjálfun
Stapa við Hringbraut 31, 101 Reykjavík
Sími: 525 4004
Netfang: physiotherapy@hi.is
Opið virka daga kl 10-12 og 13-15
