Skip to main content

Velgengni ungra innflytjenda á Íslandi

Susan Rafik Hama, doktorsnemi við Menntavísindasvið

„Ég er sjálf innflytjandi og hef unnið að málefnum innflytjenda og menntun þeirra í fjölmörg ár. Ég hef einnig kennt á öllum skólastigum, allt frá leikskóla og upp í háskóla, í báðum heimalöndum mínum, Kúrdistan og Íslandi, og séð hvað vellíðan í skólanum skiptir miklu máli,“ segir Susan Rafik Hama, doktorsnemi í uppeldis- og menntunarfræði, sem nú rannsakar reynslu og væntingar ungra innflytjenda í framhaldsskólum á Íslandi.

Rannsóknin byggist á annarri stórri rannsókn sem hún tók þátt í árið 2013, „Learning Spaces for Inclusion and Social Justice: Success Stories of Immigrant Student and School Communitiesin four Nordic countries“ en hún fór fram bæði á Íslandi, í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Susan segir að skilningur á aðstæðum og velgengni nemenda, bæði félags- og námslega, sé mjög mikilvægur til að bregðast við brottfalli nemenda af erlendum uppruna. Fyrstu niðurstöðurnar gefa til kynna að bæði skólar og tómstundafélög hafi mikil áhrif á þessa þætti.
 

Susan Rafik Hama

Megintilgangur rannsóknarinnar er að skilja grunninn að náms- og félagslegum árangri nemenda af erlendum uppruna og beita þeim í mismunandi námsrými. Þekking á ástæðum fyrir þátttöku og velgengni nemendanna er mikilvæg og áhugaverð fyrir stefnumótendur, kennara, embættismenn og stjórnvöld

Susan Rafik Hama, doktorsnemi við Menntavísindasvið

Megintilgangur rannsóknarinnar er að skilja grunninn að náms- og félagslegum árangri nemenda af erlendum uppruna og beita þeim í mismunandi námsrými. Þekking á ástæðum fyrir þátttöku og velgengni nemendanna er mikilvæg og áhugaverð fyrir stefnumótendur, kennara, embættismenn og stjórnvöld, að sögn Susan.

„Ég vonast jafnframt til að niðurstöðurnar geti dregið úr fordómum í garð útlendinga, þ.e. óraunhæfum ótta og hatri í garð innflytjenda, og snúið þeim tilfinningum í átt að ást og umburðarlyndi,“ segir Susan.

Leiðbeinandi: Hanna Ragnarsdóttir,prófessor við Menntavísindasvið.