Vísindavaka í Laugardalshöll | Háskóli Íslands Skip to main content

Vísindavaka í Laugardalshöll

Háskóli Íslands býður upp á sannkallaða vísindaveislu á Vísindavöku Rannís en þar munu vísindamenn miðla rannsóknum sínum á lifandi og gagnvirkan hátt. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Vísindavakan verður haldin í Laugardalshöll föstudaginn 28. september 2018 frá kl. 16:30-22:00. Hér er að finna yfirlit yfir kynningar vísindamanna frá Háskóla Íslands, flokkað eftir fræðasviðum.


Andvaka með Vísindavefnum

Vísindavefur HÍ leggur ýmsar gátur og þrautir fyrir gesti Vísindavökunnar. Getur þú leyst gátu Einsteins, litaþrautina, skákþrautina eða naglaturninn? Ef ekki, þá lofum við skemmtilegum andvökunóttum!
 

Team Spark – rafknúinn kappakstursbíll

Vísindavökuformúlan er hafin! Prófaðu að setjast undir stýri á nýjasta Team Spark kappakstursbílnum og kynntu þér leyndarmálið á bak við snilldina.

Litríkar efnafræðitilraunir

Litríkar og krassandi efnafræðitilraunir. Undarlegar umbreytingar, óvænt litbrigði og vísindaleg furðuverk efnafræðinnar. Hópur efnafræðinema sýnir.

Vísindagleði í Höllinni

Vísindasmiðja Háskóla Íslands býður gestum upp á mikla vísindagleði í Laugardalshöllinni. Hitamyndavél, teiknandi róla, felugrís og syngjandi skál eru meðal þeirra fjölmörgu tækja, tóla og óvæntu uppgötvana sem Vísindasmiðjan býr yfir.

Tengt efni
Vísindavaka 2018

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.