Sjávarauðlindafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Sjávarauðlindafræði

Sjávarauðlindafræði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Sjávarauðlindafræði er spennandi, þverfræðilegt og alþjóðlegt nám þar sem fengist er við hin stóru viðfangsefni nútímans á sviði auðlinda hafsins. Meginmarkmið námsins er að útskrifa nýja kynslóð fagfólks sem hefur haldgóða þekkingu og færni á sviði sjávarauðlindafræða og getur unnið þvert á fræði og faggreinar. Kennt er alfarið á ensku og nemendahópurinn er alþjóðlegur.

Námið

Sjávarauðlindafræði er þverfaglegt 120e framhaldsnám til tveggja ára. Námið skiptist í kjarnagreinar sem samanstanda af sjö 6e námskeiðum ásamt inngangsnámskeiði, bundnu vali í rannsóknaraðferðum og sérhæfingu auk opiðs vals. Náminu lýkur með 30e eða 60e meistararitgerð.

Ný og spennandi námskeið eru í boði, m.a.:

Skip í höfninni

Starfstækifæri

Í náminu er nemendum veitt góð fræðileg undirstaða, þeir eru hvattir til að virkja sköpunarkraftinn og þeir hvattir til agaðra vinnubragða. Nemendur vinna hagnýt verkefni sem gefur þeim góða innsýn í verkefni og áskoranir atvinnulífsins.

Nemendur öðlast víðtæka þekkingu á starfi sjávarútvegsfyrirtækja, fiskveiðistefnum og regluverki mismunandi ríkja og geti sett íslensk viðfangsefni í alþjóðlegt samhengi.

Hafðu samband

Verkefnastjóri umhverfis- og auðlindafræði
Sími 525 5457
umhverfi@hi.is