Umsóknir | Háskóli Íslands Skip to main content

Umsóknir

Netspjall

Það er að mörgu að huga þegar sótt er um styrki til að fjármagna rannsóknir. Umsóknir ætti að vinna í samstarfi við rannsóknastjóra fræðasviða til að tryggja að allur kostnaður við verkefnið sé tilgreindur og að allar upplýsingar um Háskólann  og fjármál verkefnis, þ.m.t. launatöflur séu réttar. Einnig þarf að tryggja að Háskólinn hafi bolmagn til að framkvæma verkefnið.

Láta þarf stoðþjónustu (rannsóknastjóra fræðasviða eða starfsmann í sjóðasókn hjá vísinda- og nýsköpunarsviði) vita af öllum styrkumsóknum sem sendar eru í nafni Háskóla Íslands. Þar sem allar styrkumsóknir skuldbinda skólann að einhverju leyti, hvort sem er  í formi mótframlags, tíma starfsmanna eða aðstöðu til tiltekinna verkefna. 

Styrkir Evrópusambandsins
Gæta þarf þess að notað sé rétt einkennisnúmer (e. Participant Identification Code - PIC) Háskóla Íslands (999884246). Starfsmaður skal ekki undir neinum kringumstæðum stofna nýtt PIC númer fyrir Háskólann. Hjá vísinda- og nýsköpunarsviði fást einnig upplýsingar um launakostnaðartölur sem notaðar eru í umsóknum um erlenda styrki.

Aðrir norrænir og Evrópustyrkir
Ólíkar reglur gilda um styrki sem fást frá t.d. NordForsk, Uppbyggingasjóði EES / EEA Grants, Nordplus og öðrum sjóðum.  Aldrei skal sækja um styrki í þessa sjóði í nafni HÍ án þess að hafa samband við stoðþjónustu (rannsóknastjóra eða starfsmann í sjóðasókn hjá vísinda- og nýsköpunarsviði)

DUNS númer vegna umsókna um styrki frá Bandaríkjunum
Láta þarf stoðþjónustu (rannsóknastjóra fræðasviða eða starfsmann í sjóðasókn hjá vísinda- og nýsköpunarsviði vita af öllum umsóknum um styrki sem sendar eru í nafni Háskóla Íslands. Gæta þarf þess að notað sé rétt einkennisnúmer þegar sótt er um styrki til Bandaríkjanna; svo kallað DUNS númer Háskóla Íslands (565616903). Starfsmaður skal ekki undir neinum kringumstæðum stofna nýtt DUNS númer fyrir Háskólann. Ólíkar kröfur eru gerðar í bandarískum sjóðum, þær upplýsingar sem beðið er um eru til staðar hjá starfsfólki vísinda- og nýsköpunarsviðs, vinsamlega hafið samband við Svandísi; svandish@hi.is, eða Úlfar; ulfarg@hi.is   
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.