Rannsóknasetur | Háskóli Íslands Skip to main content

Rannsóknasetur

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands er vettvangur samstarfsverkefna háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni. Markmið stofnunarinnar er enn fremur að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf.

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands er rannsóknastofnun sem heyrir undir Háskólaráð. Stofnunin byggist rannsóknasetrum Háskóla Íslands víða um land sem eru faglegar og sjálfstæðar einingar.

Nánari upplýsingar um rannsóknasetrin er að finna á vef Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands.

Rannsóknir eru meginverkefni Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands og rannsóknasetra háskólans víðs vegar um landið. Viðfangsefnin eru fjölbreytt en á meðal þeirra eru náttúruvísindi, lífríki hafsins, umhverfi og landnýting, hvalir, fiskar og fuglar, ferðamál, bókmenntir, sagnfræði, þjóðfræði og fornleifafræði. Stofnunin er vettvangur samstarfsverkefna Háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni. Markmið stofnunarinnar er enn fremur að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf.

Forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands er Sæunn Stefánsdóttir.

Önnur verkefni Háskóla Íslands á landsbyggðinni

Háskóli Íslands býður uppá fjarnám í mörgum deildum skólans. Er boðið upp á fjarnám í greinum eins og grunnskólakennarafræði, leikskólakennarafræði, opinberri stjórnsýslu, safnafræði, blaða og fréttamennsku og ensku svo dæmi séu nefnd. Nánari upplýsingar má finna hér.

Auk þess vinnur háskólafólk að margvíslegum verkefnum í samstarfi við aðrar rannsóknastofnanir, fyrirtæki og félagasamtök á landsbyggðinni. Öll fræðasvið skólans stunda rannsóknir víða um land. Rannsóknir á náttúru landsins fara eðli máls samkvæmt fram um land allt og á sumrin fara vísindamenn og framhaldsnemar skólans í feltferðir til styttri eða lengri tíma til að stunda rannsóknir á vettvangi. Einnig eru stundaðar rannsóknir í menntamálum, í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og á sögu og menningu landsins um land allt. Nemendahópar í fjölmörgum greinum skólans fara í skipulagðar námsferðir um landið í fylgd með kennurum og þá fer margvisst starfsnám og þjálfun nemenda víða á landsbyggðinni. 

Sem dæmi um önnur verkefni Háskóla Íslands á landsbyggðinni má nefna:

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.